GRI

Ársskýrsla ÁTVR er gefin út í fjórða sinn í samræmi við viðmiðunarreglur Global Reporting Initiative (GRI). Upplýsingar í skýrslunni gilda fyrir almanaksárið 2015. Fyrsta árið var viðmiðum GRI 3.1 fylgt, en við gerð þessarar skýrslu fylgjum við viðmiðum G4. Skýrslan á einnig að þjóna sem framvinduskýrsla til Global Compact (COP).

EFNISYFIRLIT YFIR GRI

Efnisyfirlitið inniheldur upplýsingagjöf varðandi stjórnunaraðferð (DMA) og sértæk viðmið sem hafa verið valin og byggja þau á mikilvægustu atriðum sem eiga við sjálfbæran rekstur fyrirtækisins.

Í liðum G4-1 til G4-58 er markmiðið að gera grein fyrir starfsemi fyrirtækisins, stefnu, stærð og staðsetningu þess, stjórnarháttum auk umgjarðar skýrslunnar. Einnig er lýst hvernig unnið er með einstaka málaflokka samfélagslegrar ábyrgðar. ÁTVR hefur uppfyllt kröfur fyrir kjarna (e. Core) en víðtækari upplýsingagjöf (e. Comprehensive) birtist á komandi árum.

Taflan hér fyrir neðan sýnir hvar greint er frá aðgerðum í ársskýrslu 2015 sem greinir frá samfélagslegri ábyrgð eða í GRI viðauka.

Stefna og greining

GC*

G4-1
Yfirlýsing frá æðsta stjórnanda fyrirtækisins
G4-2
Lýsing á helstu áhrifum, áhættum og tækifærum

Upplýsingar um fyrirtækið

GC*

G4-3
Heiti fyrirtækis
G4-4
Helstu vörumerki, vörur og/eða þjónusta
G4-5
Staðsetning höfuðstöðva
G4-6
Lönd þar sem fyrirtækið er með starfsemi
G4-7
Eignarhald og lögform
G4-8
Markaðurinn (landfræðileg skipting, viðskiptavinir og hagsmunaaðilar)
G4-9
Gerið grein fyrir stærð og umfangi fyrirtækisins: Heildarfjöldi starfsmanna – Umfang starfsstöðva – Velta og/eða tekjur fyrirtækis og stofnunar – Heildarvelta brotin niður í skuldir og eigið fé (fyrirtæki) – Heildarframleiðsla varðandi vöru og þjónustu
G4-10
Gerið grein fyrir skiptingu starfsfólks eftir starfssamningi og kyni (a-f alls 6 þættir)
P6
G4-11
Gerið grein fyrir fjölda starfsfólks með aðild að kjarasamningum stéttarfélaga
P3
G4-12
Gerið grein fyrir aðfangakeðju fyrirtækisins
G4-13
Mikilsverðar breytingar á skýrslutímabilinu hvað varðar stærð, skipulag, eignarhald og breytingar í aðfangakeðju

Skuldbindingar við ytri málefni

G4-14
Útlistun á beitingu varúðarákvæða eða aðferða innan fyrirtækisins, ef við á (Umfang 1)
G4-15
Utanaðkomandi sáttmálar um fjárhagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg málefni eða önnur verkefni sem fyrirtækið hefur innleitt eða styður
G4-16
Aðild að samtökum

Skilgreiningar á efnislegum þáttum og mörkum þeirra

G4-17
Útlistun á ársreikningum (eða sambærilegum skjölum) hverrar rekstrareiningar innan stofnunar eða fyrirtækis
G4-18
Útskýrið skilgreiningar á efnistökum og takmörkunum. Útskýrið hvernig fyrirtækið innleiðir staðlaðar skilgreiningar í skýrslu
G4-19
Útlistun og skilgreining allra þátta er mótuðu efnistök skýrslunnar
G4-20
Tilgreinið mörk hvers þáttar samkvæmt skilgreiningu er á við innan fyrirtækisins: Aðferðir við mælingar gagna og útreikninga þ.m.t. forsendur
G4-21
Tilgreinið mörk hvers þáttar samkvæmt skilgreiningu er á við utan fyrirtækis: Aðferðir við mælingar gagna og útreikninga þ.m.t. forsendur
G4-22
Útskýrið áhrif framsetningar upplýsinga, sem hafa verið veittar í fyrri skýrslum, og ástæður fyrir endurtekinni framsetningu upplýsinganna
G4-23
Útskýrið verulegar breytingar frá fyrra tímabili varðandi mörk, umfang og þætti skýrslunnar

Þátttaka og skuldbindingar hagsmunaaðila

G4-24
Listi yfir hagsmunaðila sem starfa með fyrirtækinu
G4-25
Aðferðir við val á hagsmunaaðilum sem ætlað er að starfa með
G4-26
Verklag við ákvörðun á samstarfi við hagsmunaaðila
G4-27
Helstu atriði og málefni sem hafa komið upp í samstarfi við hagsmunaaðila

Viðfangsefni skýrslunnar

G4-28
Tímabil sem upplýsingar í skýrslunni ná til
G4-29
Hvenær var síðasta skýrsla gefin út (ef við á)
G4-30
Skýrslutíðni (árleg, tvisvar á ári, o.s.frv.)
G4-31
Tengiliðir vegna upplýsinga er varða skýrsluna og efni hennar
G4-32
Ferli við ákvörðun á efni skýrslunnar

GRI yfirlit

G4-33
Stefnumótun og starfshættir fyrirtækisins varðandi utanaðkomandi ráðgjöf, trygging á öruggri gagnavinnslu og aðferðafræði við gerð skýrslunnar

Stjórnarhættir

GC*

Uppbygging og samsetning stjórnarhátta

G4-34
Skipulag fyrirtækisins, þ.m.t. undirnefndir stjórnar. Skilgreinið hver eða hvaða nefndir bera ábyrgð á ákvörðunartöku varðandi efnahags-, umhverfis- og félagsleg áhrif af starfsemi fyrirtækisins
G4-35
Gerið grein fyrir ferli framsals á valdi og ákvörðunartöku varðandi efnahags-, umhverfis- og félagslega þætti frá stjórnendum til óbreyttra starfsmanna
G4-36
Gerið grein fyrir hvort fyrirtækið hafi tilnefnt stöður á framkvæmdastjórnarstigi varðandi efnahags-, umhverfis- og félagslega þætti, og hvort sá er sinnir þeirri stöðu tilkynni beint til æðstu stjórnenda fyrirtækisins
G4-37
Skýrsluferli varðandi samráð milli hlutaðeigenda og æðsta stjórnanda vegna efnahags-, umhverfis- og félagslegra þátta. Ef stýringu á ferlinu er úthlutað til annarra en æðstu stjórnenda, skýrið frá til hverra ferlinu er úthlutað og hvernig því er háttað
G4-38
Skýrið samsetningu æðstu stjórnar og undirnefnda
G4-39
Hlutverk stjórnarformanns (ef við á)
G4-40
Skýrið ákvörðunarferli varðandi samsetningu, hæfni og sérþekkingu stjórnar- og nefndarmanna. Hvaða viðmið er notast við í vali, þ.m.t. – hvort og hvernig er gætt að fjölbreytileika, – hvort og hvernig sjálfstæð vinnubrögð einstaklinga eru tryggð – hvort og hvernig fagleg þekking og reynsla er til staðar varðandi efnahags-, umhverfis- og samfélagsmál. Hvort og hvernig hlutaðeigendur (þ.m.t. hluthafar) eru þátttakendur í ákvörðunartöku varðandi val í æðstu stjórnir og nefndir
G4-41
Skýrið ferla sem tryggja upplýsingar um vanhæfi og hagsmunaárekstra stjórnarmanna

Hlutverk stjórnar varðandi tilgang, gildi og stefnumótun

G4-42
Skýrið hlutverk stjórnar og framkvæmdastjóra varðandi þróun, samþykki og uppfærslu stefnumótunar, markmiðssetningar og mælieininga varðandi efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif

Frammistöðumat stjórnar

G4-43
Hvernig er þekking æðstu stjórnenda aukin hvað varðar efnahags-, umhverfis- og samfélagsmál
G4-44
Skýrið hvernig þekking stjórnenda á efnahags-, umhverfis- og samfélagsmálum er metin, hver sér um slíkt mat og hversu oft er slíkt mat framkvæmt

Hlutverk stjórnar í áhættustjórnun

G4-45
Skýrið hlutverk stjórnar í að greina áhrif, áhættu og tækifæri varðandi efnahags-, umhverfis og samfélagsmál
G4-46
Greinið frá árangursmati stjórnar varðandi áhættustjórnun efnahags-, umhverfis- og samfélagsmála
G4-47
Greinið frá árangursmati stjórnar varðandi tækifæri í efnahags-, umhverfis- og samfélagsmálum

Hlutverk stjórnar í skýrslugjöf varðandi sjálfbærni

G4-48
Tilgreinið æðsta stjórnanda sem formlega metur og samþykkir sjálfbærniskýrslu og tekur ábyrgð á að allir efnisþættir séu útlistaðir og metnir

Hlutverk stjórnar í efnahagslegu, umhverfislegu og samfélagslegu árangursmati

G4-49
Skýrið upplýsingaferli til stjórnar varðandi mikilvæg áhyggjuefni
G4-50
Skýrið frá fjölda mála og umfangi þeirra sem vísað var til stjórnar, er vörðuðu mikilvæg áhyggjuefni. Skýrið þau ferli sem notuð voru við greiningu og lausn þessara mála

Starfskjarastefna og hvatningakerfi

G4-51
Skýrið starfskjarastefnu stjórnar og framkvæmdastjórnar
G4-52
Skýrið ferli kjarasamninga
G4-53
Skýrið hvernig leitað er eftir áliti hlutaðeigandi varðandi starfskjarasamninga, hvernig er það álit tekið til greina og hver er niðurstaða atkvæðagreiðslu við gerð stefnu í kjarasamningum (ef við á)
G4-54
Tilgreinið hlutfall árlegra launauppbóta til hæstlaunaða starfsfólks miðað við launauppbót óbreyttra starfsmanna fyrirtækisins í hverju landi fyrir sig
G4-55
Tilgreinið prósentuhlufall varðandi aukna árlega launauppbót til hæstlaunuðu starfsmanna fyrirtækisins í hverju landi fyrir sig miðað við aukna launauppbót óbreyttra starfsmanna

Siðfræði og heilindi

GC*

Stöðluð upplýsingagjöf varðandi yfirlit um: Gildi, grundvallarreglur, kröfur og viðmið fyrirtækisins

G4-56
Greinið frá gildum, grundvallarreglum, kröfum og viðmiðum varðandi siðareglur
P10
G4-57
Skýrið ytri og innri ferli varðandi ráðgjöf við siðferði og lög sem koma að heilindum fyrirtækisins, svo sem hjálpar- eða ráðgjafarleiðir
P10
G4-58
Ytri og innri umkvörtunarferli varðandi ósiðlega hegðun, lögbrot og mál tengd heilindum fyrirtækisins, svo sem ferli í gegnum straumlínustjórnun, ferli uppljóstrana eða nafnlausra ábendinga
P10

Efnahagur

GC*

Fjárhagsleg frammistaða

G4-EC1
Bein efnahagsleg verðmæti – sköpuð og dreifð, þ.m.t. tekjur, rekstrarkostnaður, greiðslur til starfsmanna, framlög og önnur fjárfesting í samfélaginu og greiðslur til ríkisins
G4-EC2
Fjárhagsleg áhrif og önnur áhætta og tækifæri fyrirtækisins vegna loftslagsbreytinga
P7
G4-EC3
Yfirlit yfir skuldbindingar fyrirtækis vegna lífeyrisgreiðslna og kaupaukakerfa
G4-EC4
Verulegur fjárhagslegur stuðningur frá opinberum aðilum
P6

Nálægð á markaði

G4-EC5
Meðal byrjendalaun eftir kyni miðað við lágmarkslaun í heimabyggð þar sem fyrirtækið er með stærri starfsstöðvar
G4-EC6
Hlutfall yfirstjórnenda sem ráðnir eru úr heimabyggð þar sem fyrirtækið er með stærri starfsstöðvar
P6

Óbein efnahagsleg áhrif

G4-EC7
Þróun og áhrif af fjárfestingu í innviðum og þjónustu
G4-EC8
Mikil óbein efnahagsleg áhrif og umfang þeirra

Innkaupastefna

G4-EC9
Hlutfall innkaupa frá birgjum úr nærsamfélagi þar sem fyrirtækið er með stærri starfsstöðvar

Umhverfismál

GC*

Efnisnotkun

G4-EN1
Notkun á hráefni eftir þyngd eða magni
P7 P8
G4-EN2
Hlutfall endurunnins hráefnis af notuðu hráefni
P8

Orka

G4-EN3
Bein orkunotkun eftir orkutegund
P7 P8
G4-EN4
Óbein orkunotkun eftir orkutegund
P8
G4-EN5
Orkukræfni
P8
G4-EN6
Lækkun á orkunotkun
P8 P9
G4-EN7
Lækkun á orkuþörfum af framleiddri vöru og/eða þjónustu
P8 P9

Vatn

G4-EN8
Notkun vatns eftir uppruna
P7 P8
G4-EN9
Mikil áhrif á vatnsból við vatnstöku
P8
G4-EN10
Magn og hlutfall vatns sem er endurnýtt og/eða endurunnið við framleiðslu
P8

Líffræðileg fjölbreytni

G4-EN11
Staðsetning og stærð landskika í eigu, leigu eða umsjá fyrirtækisins innan verndaðra svæða eða svæða sem liggja að vernduðu landi og landi þar sem fjölbreytni lífríkis er mikil en er þó ekki verndað
P8
G4-EN12
Lýsing á mikilsverðum áhrifum af starfsemi, vörum og þjónustu fyrirtækisins innan verndaðra svæða eða svæða sem liggja að vernduðu landi og landi þar sem fjölbreytni lífríkis er mikil en er þó ekki verndað
P8
G4-EN13
Varin eða endurheimt búsvæði
P8
G4-EN14
Fjöldi tegunda á válista IUCN RED og tegundir í innlendum verndarflokki með búsvæði undir áhrifum framleiðslu fyrirtækisins, raðað eftir áhættu á útrýmingu
P8

Losun

G4-EN15
Bein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) (Umfang 1)
P7 P8
G4-EN16
Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) í gegnum orkunotkun (Umfang 2)
P7 P8
G4-EN17
Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) (Umfang 3)
P7 P8
G4-EN18
Umfang losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL)
P8
G4-EN19
Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)
P8 P9
G4-EN20
Losun ósoneyðandi efna
P7 P8
G4-EN21
Losun köfnunarefnisoxíðs NOx, brennisteinsoxíðs SOx og annarra lofttegunda
P7 P8

Frárennsli og úrgangur

G4-EN22
Heildarfrárennsli vatns eftir gæðum og viðtaka
P8
G4-EN23
Heildarþyngd úrgangs eftir tegund og förgunaraðferð
P8
G4-EN24
Heildarfjöldi og magn mikilsháttar úrgangs
P8
G4-EN25
Þyngd meintra eiturefna samkvæmt Basel samningi viðauka I, II, III og VIII, sem eru flutt innanlands, utanlands og/eða meðhöndluð hérlendis
P8
G4-EN26
Sérstaða, stærð, verndunarflokkur og líffræðileg fjölbreytni vatnshlota og tengdra búsvæða sem verða fyrir stórvægilegum áhrifum vegna vatnstöku og/eða frárennslis
P8
G4-EN27
Umfang aðgerða sem stuðla að minnkun umhverfisáhrifa á framleiðslu og/eða þjónustu
P7 P8 P9
G4-EN28
Hlutfall seldra vara og umbúðir sem eru endurunnar eftir tegund
P8

Hlíting

G4-EN29
Fjárhæð mikilsháttar sekta og tæmandi listi yfir viðurlög sem fyrirtækið hefur verið látið sæta vegna brota gegn umhverfisverndarlögum og -reglum
P8

Samgöngur

G4-EN30
Mikilsverð umhverfisáhrif vegna flutnings á framleiðsluvörum og öðrum vörum og hráefni sem fyrirtækið notar þ.m.t. ferðir starfsmanna
P8

Heildarþáttur

G4-EN31
Heildarfjárfestingar og útgjöld vegna umhverfisverndar flokkað eftir tegund
P7 P8 P9

Umhverfisáhrif birgja

G4-EN32
Hlutfall nýrra birgja sem voru skimaðir eftir umhverfisvísum
P8
G4-EN33
Möguleg eða raunveruleg hætta á neikvæðum umhverfisáhrifum í aðfangakeðju fyrirtækisins og viðbrögð við slíkum áhrifum
P8

Umhverfismál og höndlun umkvörtunarefna

G4-EN34
Fjöldi umkvörtunarefna vegna umhverfisáhrifa sem tekið var á, og leyst, í gegnum formlegt ferli
P8

Samfélagsmál

GC*

Vinnumál og starfsskilyrði

Vinnuafl

G4-LA1
Starfsmannavelta eftir aldri, kyni og starfsstöð
P6
G4-LA2
Fríðindi fastráðins starfsfólks, raðað eftir starfsstöð
G4-LA3
Endurkoma til starfa og starfslok eftir foreldraorlof eftir kyni
P6

Kjaramál

G4-LA4
Lágmarks uppsagnarfrestur í tengslum við mikilsháttar breytingar á starfsemi, þ.m.t. hvort kveðið sé á um slíkt í kjarasamningum
P3

Vinnueftirlit

G4-LA5
Hlutfall starfsfólks sem tekur þátt í nefndum um vinnueftirlit sem sjá um eftirfylgni og eftirlit gagnvart öryggi og heilsu starfsfólks. Greinið frá sérstökum átaksverkefnum, ef við á
G4-LA6
Tíðni meiðsla, starfstengdra sjúkdóma, fjarverudaga og dauðsfalla sem tengjast starfi eftir starfsstöðvum
G4-LA7
Hlutfall starfsfólks sem er í áhættuhópi varðandi starfstengd slys eða sjúkdóma
G4-LA8
Heilsu- og áhættuþættir sem falla undir ákvæði í kjarasamningum

Þjálfun og menntun

G4-LA9
Meðaltími fræðslustunda á starfsmann á ári eftir starfshópum og kyni
P6
G4-LA10
Verkefni er lúta að þekkingarþróun og símenntun sem aðstoða starfsmenn við að viðhalda starfsmöguleikum sínum og stýra starfslokum
G4-LA11
Hlutfall starfsmanna sem undirgangast reglulegt frammistöðu- og starfsþróunarmat, m.a. með tilliti til kyns og starfsvettvangs
P6

Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri

G4-LA12
Samsetning stjórnenda og starfsmanna eftir kyni, aldri og minnihlutahópum, auk annarra fjölbreytileikavísa
P6

Launajafnrétti

G4-LA13
Hlutfall launa karla og kvenna eftir flokkum og starfsstöðvum
P6

Mat á starfsskilyrðum starfsfólks birgja

G4-LA14
Hlutfall nýrra birgja sem eru skimaðir eftir vísum um starfsskilyrði
G4-LA15
Raunveruleg og möguleg neikvæð áhrif á starfsskilyrði í aðfangakeðju fyrirtækisins og viðbrögð við þeim áhrifum

Starfsskilyrði og höndlun umkvörtunarefna

G4-LA16
Fjöldi umkvartana varðandi starfsskilyrði sem tekið var á og sett í samþykkt ferli á vinnustað

Mannréttindi

Fjárfestingar

G4-HR1
Fjöldi og prósentuhlutfall af stórum fjárfestingarsamningum og áætlunum sem hafa ákvæði varðandi mannréttindi eða hafa verið skimuð með mannréttindi í huga
P2
G4-HR2
Fjöldi klukkustunda sem fer í þjálfun vegna stefnu í mannréttindamálum og/eða fræðsla vegna verklagsreglna varðandi mannréttindamál er varða starfsemi fyrirtækisins. Tilkynnið prósentuhlutfall starfsfólks sem hlotið hefur slíka þjálfun
P1

Jafnræði

G4-HR3
Fjöldi atvika er varða jafnréttislög og aðgerðir í kjölfarið
P6

Félagafrelsi og sameiginlegar kjaraviðræður

G4-HR4
Starfsemi og/eða birgjar sem hafa verið uppvísir að eða eru líklegir til að sniðganga lög um félagafrelsi og sameiginlegar kjaraviðræður og ráðstafanir sem hafa verið gerðar til að tryggja slík réttindi
P3

Barnavinna

G4-HR5
Starfsemi þar sem hætta er á að barnavinna viðgangist og aðgerðir sem gripið hefur verið til, til að koma í veg fyrir slíka starfsemi
P5

Nauðungarvinna og skylduvinna

G4-HR6
Starfsemi þar sem hætta er á nauðungarvinnu og skylduvinnu og aðgerðir sem gripið hefur verið til, til að koma í veg fyrir slíka starfsemi
P4

Öryggismál

G4-HR7
Prósentuhlutfall starfsfólks er sinnir öryggismálum, sem hefur hlotið þjálfun og fræðslu varðandi mannréttindastefnu eða önnur viðeigandi réttindi er varða starfsemi fyrirtækisins
P1

Frumbyggjaréttur

G4-HR8
Fjöldi atvika er varða brot á réttindum frumbyggja á landi þeirra og ráðstafanir gerðar í kjölfarið
P1

Mat

G4-HR9
Hlutfall og fjöldi aðgerða sem hafa þarfnast umfjöllunar og/eða áhættumats vegna mannréttindamála
P1

Mat á mannréttindamálum birgja

G4-HR10
Prósentuhlutfall birgja sem hafa verið rýndir á forsendum mannréttinda
P2
G4-HR11
Mannréttindabrot eða hætta á mannréttindabrotum og afleiðingar þeirra, innan aðfangakeðju fyrirtækisins og aðgerðir við slíkum brotum
P2

Mannréttindi og höndlun umkvörtunarefna

G4-HR12
Hlutfall umkvörtunarefna vegna mannréttindabrota, sem hafa verið tilkynnt, tekið á og leyst eftir formlegu ferli umkvörtunarefna
P2

Samfélag

GC*

Samfélagið

Nærsamfélag

G4-SO1
Eðli, umfang og virkni hvers konar verkefna og verklags sem metur og stýrir áhrifum starfseminnar á samfélög
P1
G4-SO2
Rekstur með afgerandi neikvæð áhrif á samfélagið
P1

Spilling

G4-SO3
Hlutfall og heildarfjöldi viðskiptaeininga sem greindar hafa verið með tilliti til hættu á spillingu
P10
G4-SO4
Upplýsingaflæði og fræðsla varðandi stefnumótun og reglur til að uppræta spillingu
P10
G4-SO5
Staðfest tilfelli um spillingu og aðgerðir í kjölfarið
P10

Opinber stefna

G4-SO6
Heildarhlutfall styrkja til stjórnmálasamtaka eftir landi og hlutfall styrkþega í hverju landi fyrir sig
P10

Samkeppnishamlandi hegðun

G4-SO7
Heildarfjöldi málshöfðana vegna samkeppnishamlandi hegðunar, gegn hringamyndun eða einokun og niðurstaða slíkra mála

Hlíting

G4-SO8
Fjárhæð viðurlaga og tæmandi listi yfir viðurlög sem fyrirtækið hefur verið látið sæta vegna brota gegn lögum og reglum

Mat á samfélagsáhrifum birgja

G4-SO9
Prósentuhlutfall nýrra birgja sem hafa verið rýndir með viðmiðum um samfélagsábyrgð
G4-SO10
Mikil raunveruleg og/eða hugsanleg neikvæð áhrif á samfélagið í aðfangakeðju og aðgerðir í kjölfarið

Samfélagsáhrif og höndlun umkvörtunarefna

G4-SO11
Fjöldi umkvörtunarefna vegna samfélagsáhrifa, sem hafa verið skráð, tekið á og leyst eftir formlegu ferli umkvörtunarefna

Félagslegir þættir

GC*

Vöruábyrgð

Heilsa og öryggi viðskiptavina

G4-PR1
Prósentuhlutfall af vöru- og þjónustuflokkum sem hafa verið metnir eftir heilsu- og öryggisvísum sem hafa leitt til endurbóta
G4-PR2
Fjöldi atvika þar sem ekki var farið eftir reglum varðandi áhrif á heilsu og öryggi af vöru eða þjónustu skoðað með tilliti til vistferils og flokkað eftir niðurstöðum

Merkingar á vöru og þjónustu

G4-PR3
Gerð vöru- og þjónustuupplýsinga sem krafist er í verklagsreglum og hlutfall vöru og þjónustu sem fellur undir slíkar upplýsingakröfur
G4-PR4
Fjöldi atvika þar sem ekki var farið eftir reglum varðandi merkingar á vöru eða þjónustu, flokkað eftir niðurstöðu
G4-PR5
Niðurstöður kannana er mæla ánægju viðskiptavina

Markaðssetning

G4-PR6
Sala á bannaðri eða umdeildri vöru
G4-PR7
Fjöldi atvika þar sem ekki var farið eftir reglum varðandi markaðssetningu þar með talið, auglýsingu, kynningu og styrki, flokkað eftir niðurstöðu
G4-PR8
Heildarfjöldi rökstuddra kvartana varðandi brot á persónuvernd og tap á persónulegum gögnum

Hlíting

G4-PR9
Fjárhæð sekta vegna brota gegn lögum og reglum vegna vöruframboðs og notkunar á vörum og þjónustu

Viðauki

G4-10
Flokkun vinnuafls og hvernig ráðningarsamningar
skiptast eftir kyni og starfi
Fjöldi starfsfólks í desember Alls Konur Karlar
2013 430 243 187
2014 427 256 171
2015 442 262 180
Fastráðnir
2013 205 107 98
2014 209 111 98
2015 214 111 103
Tímavinnustarfsfólk
2013 225 136 89
2014 218 145 73
2015 228 151 77
Heildarfjöldi eftir ráðningarformi og starfi
Fullt starf Hlutastarf Tímavinna
Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Samtals
Dreifingarmiðstöð 44 88 0 0 6 12 50
Skrifstofa 41 85 5 10 2 4 48
Starfsfólk í Vínbúðum 25 9 26 10 220 81 271
Stjórnendur í Vínbúðum 40 55 33 45 0 0 73
Alls 150 34 64 14 228 52 442
G4-EC1
Efnahagsreikningur eftir hagsmunaaðilum
Hagsmunaaðili 2013 2014 2015
Tekjur
Sala áfengis og tóbaks Viðskiptavinir 27.419 28.638 29.385
Gjöld
Vörunotkun (vörur og þjónusta) Birgjar 24.473 25.541 26.239
Laun og launatengd gjöld Mannauður 1.597 1.747 1.893
Arður Eigandi 1.200 1.400 1.500
Félagslegar fjárfestingar Samfélagið 45 62 32
Eftirstöðvar 104 -112 -279

Upphæðir í m.kr.

G4-EC9
Hlutfall innkaupa frá birgjum úr nærsamfélagi

Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar á meðal áfengis- og tóbaksbirgja. Könnunin var gerð í desember 2015.

Ánægðir Hlutlausir Óánægðir
Fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi 79% 7% 14%
Ánægja með ÁTVR á heildina litið 82% 7% 11%
Tryggja vöruvalsreglur hlutleysi gagnvart birgjum? 60% 25% 15%
Þjónusta innkaupadeildar 85% 11% 4%
Þjónusta dreifingarmiðstöðvar 76% 9% 15%
Upplýsingagjöf frá ÁTVR 76% 11% 13%
G4-EN1
Notkun á hráefni eftir þyngd eða magni

Sólarræsting sér um ræstingar á Stuðlahálsi og var fyrsta Svansvottaða ræstingarfyrirtækið á Íslandi. Í Vínbúðum sér starfsfólk um þrif. Árið 2015 voru notaðir 508 lítrar af ræstiefnum og eru 87% þeirra umhverfisvottuð, ýmist með norræna umhverfismerkinu Svaninum eða Evrópublóminu, umhverfismerki ESB. Unnið er að því að allar ræstingarvörur verði umhverfisvottaðar.

2013 2014 2015 Markmið 2015
Prentun
Skrifstofupappír 8,8 8,5 6,7 6,0 kg/stg.
Prentun umhverfisvottuð 88% 98% 97% 100% hlutfall
Einnota vörur
Plastglös 11 17 0 0 stk./stg.
Pappamál 15 43 5 20 stk./stg.
Ræstiefni
Sólarræsting 100% 100% 100% 100% hlutfall
Ræstivörur 88% 88% 87% 80% hlutfall
Umbúðir
Seldir plastpokar 98.828 91.759 83.596 80.000 stk./m.ltr.
Strekkifilma 573 761 418 575 kg/m.ltr.
G4-EN3
Bein orkunotkun eftir orkutegund

Til að fylgjast með orkunotkun er í notkun sérstakt hússtjórnarkerfi sem vaktar notkun rafmagns og hita og stýrir álagi á Stuðlahálsi 2 en þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, dreifingarmiðstöð og Vínbúðin Heiðrún. Í grænu skorkorti er sett markmið og fylgst með orkunotkun. Til einföldunar er notkunin umreiknuð í meðalheimilisnotkun og markmið og mælingar miðast við hana. Rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi var sambærileg notkun 130 heimila og notkun á heitu vatni samsvaraði notkun 113 heimila og jókst mikið sem að mestu má skýra með mjög köldum vetri.

Þær Vínbúðir þar sem ÁTVR greiðir rafmagn eru 27 alls en annars er orka innifalin í leiguverði. Stærð Vínbúðanna 27 er 7.916 fermetrar (63% af heild). Rafmagnsnotkun er 843.863 kWst á ári eða 107 kWst/m2. Sé miðað við systurfyrirtækin á Norðurlöndum þá er minnst rafmagnsnotkun á vínbúð hjá okkur.

Umreiknað miðað við heildarfermetrafjölda er áætluð heildarnotkun rafmagns tæplega 2 MWst á ári og á heitu vatni 124 þúsund rúmmetrar.

GRÆNT SKORKORT 2013 2014 2015 Markmið 2015 Útreikningar
Orkunotkun - Stuðlaháls 2 Notkun meðalheimilis
Rafmagn 121 121 130 120 (5,0 MWst pr. ár)
Heitt vatn 64 44 47 40 (573,3 m3)
Heitt vatn - snjóbræðsla 78 50 66 60 (573,3 m3)
Rafmagn Vínbúðir m2 kWst kWst/m2 Heimili
Orkunotkun Notkun meðalheimilis
27 af 50 Vínbúðum 7.916 843.863 107 169 (5,0 MWst pr. ár)
G4-EN6
Lækkun á orkunotkun

Markvisst er unnið að innleiðingu á LED lýsingu í viðhaldi á Vínbúðum. Í byrjun árs 2013 var Vínbúðin Austurstræti endurnýjuð og skipt út glóperum og LED lýsing sett þar sem henni var viðkomið. Lækkun á orkunotkun er um 50% frá því að lýsing var endurnýjuð.

Hér er orkunotkun í Austurstræti frá árinu 1992.

Ársnotkun - kWhW

LED ljós eru sett upp þegar Vínbúðir eru endurnýjaðar. Í Álfrúnu var sérstakt verkefni lagt fyrir hóp rafmagnsverkfræðinga til að ná fram góðri lýsingu á sem umhverfisvænstan máta. LED ljós voru nýtt í lofti og spara þau mikið rafmagn. Hreyfiskynjarar fyrir ljós voru settir á salerni og geymslur. Einnig voru settir nýjir ofnar ásamt því að rafmagn og pípulagnir voru endurnýjaðar í heild sinni. 

Sparperur eru settar í Vínbúðir þegar perur eru endurnýjaðar. Helsti kostur sparperunnar er 80% orkusparnaður miðað við glóperu, hún endist í 6-10 ár og ekki er hætta á íkveikju vegna ofhitnunar. 

G4-EN15
Bein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)
G4-EN16
Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (ghl) í gegnum orkunotkun
G4-EN17
Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (ghl)
G4-EN30
Mikilsverð umhverfisáhrif vegna flutnings á framleiðsluvörum og öðrum vörum og hráefni sem fyrirtækið notar þ.m.t. ferðir starfsmanna

ÁTVR gerir sér grein fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Með því að skrifa undir yfirlýsingu í loftslagsmálum skuldbindur fyrirtækið sig til að að draga úr þeim í starfsemi sinni. ÁTVR kolefnisjafnar allan beinan útblástur, 102 tonn og flug 25 tonn, alls 127 tonn. Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor (e. positive carbon footprint). Með því stuðlum við sjálfbærum rekstri.

Helstu umhverfisáhrifum vegna vörudreifingar má skipta í tvennt. Í fyrsta lagi losun koltvísýrings vegna eldsneytisbrennslu og í öðru lagi slit á vegum vegna aksturs.

AKSTUR

Í árslok 2015 rak ÁTVR 50 Vínbúðir sem seldu tæplega 20 milljónir lítra af áfengi sem er nær eingöngu dreift miðlægt frá vöruhúsi á Stuðlahálsi. Áfengi er dreift með eigin bifreiðum í Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanes og til Borgarness, Hveragerðis og Þorlákshafnar en vörudreifing er aðkeypt í aðrar Vínbúðir. Markmiðið var hækkað á eigin flutning en stóð í stað með aðkeyptan.

Heildarnotkun eldsneytis á flutningabíla ÁTVR var 30.036 lítrar og eknir kílómetrar 86.537. Aukninguna má skýra með aukinni dreifingu með eigin bílum. Þrír sendiferðabílar fóru 45.886 km og eyddu um 4.100 lítrum. Þetta samsvarar því að um 88 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið.

Heildarnotkun eldsneytis á fólksbíla ÁTVR var tæplega 7.000 lítrar og eknir kílómetrar um 66.437. Þetta samsvarar því að um 14 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið.

ÁTVR nýtti tólf dísilbíla á árinu 2015. Heildareldsneytisnotkun var 41.077 lítrar af dísilolíu en eknir voru 198.860 kíló­metrar. Heildarlosun 102 tonn af CO2. Samkvæmt upplýsingum á vef Kolviðs er verð vegna kolefnisjöfnunar 2 kr./kg CO2. Kostnaður ÁTVR við kolefnisjöfnun vegna aksturs á bílum nam því 204.000 krónum. Eða samsvarandi því að gróð­ursetja 958 tré.

Umfang aksturs vegna dreifingar þriðja aðila utan höfuðborgarsvæðisins er 113 tonn af CO2. Miðað er við tölur frá cefic.org en þar er áætlað að losun sé 62 g af CO2/tonnkílómetra.

Útblástur vegna orkunotkunar var bætt inn í útreikninga. Áætlað að notaðar hafi verið 2 MWst rafmagn og 124.000 rúmmetrar af heitu vatni fyrir allan rekstur. Áætlaðaður útblástur er að 22 tonn* losni við framleiðslu rafmagns og 63 tonn CO2-ígilda** við framleiðslu á heitu vatni. Veitur kolefnisjafna um 8% af útblæstri eða 8 tonn.

*Losun hjá Orku náttúrunnar er um 11 g/kWst. 
**Margfaldað með 46,67 til að finna kWst.

FLUG STARFSFÓLKS

Þó flug falli undir óbein áhrif var ákveðið að kolefnisjafna allt flug. Starfsfólk ÁTVR flaug samtals 25 ferð­ir til og frá Íslandi á árinu 2015. Samkvæmt reiknilíkani Kolviðs um kolefnislosun var losun samtals um 15 tonn CO2. Miðað við að verð kolefnisjöfnunar sé 2 kr./kg CO2 þá er kostnaður ÁTVR við kolefnisjöfnun flugs 30.000 krónur. Fjöldi trjáa sem þarf að gróðursetja er 142.

Í innanlandsflugi voru samtals 79 ferðir, flestar til Akureyrar. Samkvæmt reiknilíkani á Kolviði var losun samtals 10 tonn CO2. Miðað við að verð kolefnisjöfnunar sé 2 kr./kg CO2 þá er kostnaður ÁTVR við kolefnisjöfnun innanlandsflugs 20.000 krónur. Fjöldi trjáa sem þarf að gróðursetja er 92.

ÓBEIN LOSUN

Könnun á ferðahögum starfsfólks til og frá vinnu var endurtekin. Niðurstaðan var sú að 103 tonn af CO2 losna út í andrúmsloftið vegna samgangna starfsfólks. Þetta er sama niðurstaða og árið 2014 en ársverkum fjölgaði en losun á stöðugildi lækkaði um 1,7%.
Þetta má þakka:

  • Samgöngusamningum
  • Minni mengun úr einkabílum 178 í 172 g/km
  • Svipuð meðalvegalengd frá vinnustað, 6,8 km

Markmiðið var að minnka losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu niður í 97 tonn en að þessu sinni náðist markmiðið ekki alveg.

Langtíma markmið ÁTVR er að draga úr notkun bifeiða og nýta vistvænustu bíla sem verða í boði í framtíðinni. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030. Í úrgangsmálum er markmiðið að ná endurvinnsluhlutfalli í 91% og stefnt að því að það verði 98% árið 2030. Urðaður úrgangur var um 30 tonn á síðasta ári, stefnt er á að fara niður í 8 tonn eða um 75% samdrátt. 

Til að draga úr útblæstri í umfangi 2 og 3 er hægt að spara rafmagn og heitt vatn. Setja upp LED perur sem víðast í byggingum. Einnig er hægt að skoða strandsiglingar, auka rafrænar skjalasendingar, nota margnota drykkjarmál og burðarpoka, fjarfundi, minnka plastnotkun, stunda innkaup af nærsvæði, versla inn vistvænan mat, minnka úrgang, endurnotkun, endurvinnsla,  nýta vistvænar samgöngur og vistvæn innkaup. Setja í samninga við birgja ákvæði um kolefnisjöfnun í viðskiptum með vörur og þjónustu. Á vef Vínbúðanna eru nánari upplýsingar um vinnu fyrirtækisins í loftslagsmálum og uppfærast tölur reglulega. Starfsfólk ÁTVR vilja vera fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð og mynda jákvætt kolefnisfótspor sem styður náttúruna okkar. 

Tonn CO2 Áhrif 2013 2014 2015 Markmið 2015
Eigin fólksbílar Bein 18 18 14 20
Eigin flutningabílar Bein 68 72 78 82
Eigin sendiferðabílar Bein 14 12 10 12
Raforkunotkun Óbein-2 22 20
Varmanotkun Óbein-2 63 60
Keyptur flutningur Óbein-3 111 113 113 115
Flug innanlands Óbein-3 8 10 10 10
Flug erlendis Óbein-3 23 19 15 20
Starfsfólk, ferðir úr og í vinnu Óbein-3 108 103 103 97
Bílaleigubílar og leigubílar Óbein-3 1 1 1 1
Sjóflutningar áfengis Óbein-3 547 548 549 *
Sjóflutningar tóbaks - karton Óbein-3 8 8 7 *
Urðun sorps Óbein-3 22 19 22 **
Losun GHL - samtals 1.007
Kolefnisjafnað 135
Kolefnisfótspor 872

* Ekkert markmið

** Markmið í vinnslu

Dísilolía lítrar 2013 2014 2015
Fólksbílar 8.000 8.800 6.946
Eigin flutningabílar 25.100 27.010 30.036
Sendiferðabílar 6.300 5.390 4.095
Alls 39.400 41.200 41.077
Eknir km 2013 2014 2015
Fólksbílar 80.994 84.898 66.437
Eigin flutningabílar 73.855 78.477 86.537
Sendiferðabílar 60.383 51.609 45.886
Alls 215.232 214.984 198.860
Eigin flutningur – Kolefnisfótspor ÁTVR
Bein losun CO2-ígildiTonn

G4-EN18
Umfang losunar gróðurhúsalofttegunda (ghl)

Heildarlosun koltvísýrings þar sem ÁTVR hefur bein áhrif er 102 tonn. Það gerir 355 kg af koltvísýringi á hvern starfsmann fyrirtækisins.

Eingöngu dísilolía er notuð á tólf bifreiðar. Heildarnotkun er 41.077 lítrar eða 143 lítrar á hvern starfsmann. Heildarsala áfengislítra jókst um 2% á árinu.

Óbein losun er 905 tonn af koltvísýringi sem er um 3.154 kg á hvern starfsmann.

Kolefnisspor ÁTVR er því 1.007 tonn en það vantar að reikna lífsferil vöru og innkaup til reksturs og er því ekki endanleg tala.

Tonn CO2 CO2 Stöðugildi 2015 (kg) Stöðugildi 2014 (kg) Breyting % Áhrif Umfang* Kolefnisjöfnun Tré
Eigin bílar 102 355 362 -1,8 Bein 1 Kolefnisjafnað 958
Rafmagn 22 70 Óbein 2
Heitt vatn 63 209 Óbein 2
Flug 25 87 103 -15,4 Óbein 3 Kolefnisjafnað 234
Keyptur flutningur 113 394 401 -1,8 Óbein 3
Starfsmenn, til og frá vinnu 103 359 365 -1,7 Óbein 3
Sjóflutningar áfengis 549 1.913 1.943 -1,5 Óbein 3
Sjóflutningar tóbaks 7 24 28 -12,9 Óbein 3
Bílaleigubílar 1 3 4 -1,7 Óbein 3
Urðun sorps 22 77 78 -1,7 Óbein 3
Kolefnisfótspor 1.007 3.509
Lítrar Stöðugildi Áhrif Umfang* Kolefnisjöfnun
Dísilolía 2015 41.077 143 ltr./stg. Bein 1 Kolefnisjafnað
Dísilolía 2014 41.200 146 ltr./stg. Bein 1 Kolefnisjafnað

ÁTVR kolefnisjafnar allan beinan útblástur, 102 tonn og flug 25 tonn, alls 127 tonn hjá Kolviði og er kostnaðurinn við það 254.000 krónur sem samsvarar því að gróðursett séu 1.192 tré.  

Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor (e. positive carbon footprint). Með því stuðlum við sjálfbærum rekstri.

* 1 bein áhrif: G4-EN15
   2 óbein áhrif: G4-EN16
   3 óben áhrif: G4-EN17

G4-EN23
Magn úrgangs og förgun
Tonn Umhverfisáhrif 2013 2014 2015 % breyting CO2-e losun
Endurunnið
Bylgjupappi Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings 160 171 194 13,3 -1.302
Plastumbúðir Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings 18,3 23,9 22,3 -6,6 -10
Gæðapappír Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 3,2 3,2 3,7 13,4 -25
Grófur úrgangur Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 26,6 6,8 12,3 80,9 -20
Önnur flokkun Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 2,1 3,4 63,0 -5
Lífrænt til moltugerðar Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 2,6 4,8 82,7 -13
Samtals endurunnið 208,1 209,8 240,4 14,6 -1.374
Urðað
Blandaður úrgangur Jarðvegsmengun 18,2 18,2 20,6 13,1 16
Grófur úrgangur Jarðvegsmengun 8,4 3,4 5,3 55,5 8
Samtals urðað 26,6 21,6 25,9 19,9 25
Samtals úrgangur 234,7 231,4 266,3 15,1
Endurvinnsluhlutfall % 89 91 90
Markmið % 89 89 90

Losun CO2 vegna urðaðs úrgangs er: 25 tonn* 
Með því að flokka úrgang til endurvinnslu í stað þess að urða hann má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og sést í töflu G4-EN23 flokkaði Vínbúðin 240 tonn af úrgangi. Þannig kom fyrirtækið í veg fyrir að út í andrúmsloftið losnuðu gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda rúmlega 1.374 tonnum** af CO2. Það samsvarar ársnotkun á rúmlega 458 fólksbílum (m.v. 3 tonna losun á fólksbíl). 

88% af verslunum m.v. lítrasölu eru með vigtaðan úrgang. Því má áætla að heildarumfang úrgangs sé 300 tonn, rúmlega 29 tonn urðuð og 271 tonn endurunnið. Þjónustuaðilar eru sífellt að bæta þjónustu og skráningu og því bætist meira við af upplýsingum og skýrir það hækkun úrgangs á milli ára um 15%.

* Blandaður úrgangur margfaldaður með stuðlinum 0,8. Heimild IPCC.  
** Bylgjupappi er margfaldaður með CO2-ígldis stuðlinum 6,714, plastumbúðir með stuðlinum 0,433, lífrænt til moltugerðar með 2,754 og grófur úrgangur og önnur flokkun með 1,6. Metan er margfaldað með stuðlinum 25. Miðað er við að viðbótarvinna tækja sem valda útblæstri koldíoxíðs sé sambærileg hvort sem bylgjupappinn og pappírinn er fluttur á urðungarstað til urðunar eða fluttur úr landi til endurvinnslu. Heimild: Guidelines for the use of LCA in the waste management sector, eftir Helgu J. Bjarnadóttir, Guðmundur B. Friðriksson ofl.

Úrgangur – Kolefnisfótspor ÁTVR
Óbein losun CO2-ígildiTonn

G4-EN27
Umfang aðgerða sem stuðla að minnkun umhverfisáhrifa á framleiðslu og/eða þjónustu
Lífrænt ræktuð vín Fjöldi teg. Seldir ltr. % af seldum ltr. % af seldum ltr. léttvíns % af seldum ltr. bjórs % af seldum ltr.
– annað áfengi
Einingar
2013 54 70.918 0,38 1,95 0,07 0,04 90.063
2014 69 90.291 0,47 2,41 0,10 0,02 126.575
2015 107 136.493 0,70 4,03 0,12 0,11 189.814

Rafrænar skjalasendingar

2013 2014 2015 %
Fjöldi reikninga 53.351 55.816 57.186 2%
Fjöldi rafrænna reikninga 28.467 33.235 32.126 -3%
Hlutfall rafrænna reikninga 53% 60% 56% -6%
Fjöldi pantana 42.972 45.479 46.397 2%
Fjöldi rafrænna pantana 12.372 14.627 14.492 -1%
Hlutfall rafrænna pantana 29% 32% 31% -3%
Fjöldi sölureikninga 31.290 31.351 30.388 -3%
Fjöldi rafrænna sölureikninga 9.966 9.694 8.802 -9%
Hlutfall rafrænna sölureikninga 32% 31% 29% -6%
Millifærslupantanir/innrisala 30.268 37.467 41.492 11%
Sölureikningar m.v. veltu 49% 51% 52% 2%
Hlutfall af heildarinnkaupum 89% 89%* 89%

*Leiðrétting frá fyrra ári

Lykiltölur 2015
25 milljarðar í vörukaup
10.789 gjaldareikningar
26.798 pantanir til ytri birgja
41.492 innri pantanir/sölureikningar
G4-EN28
Hlutfall seldra vara og umbúða sem eru endurunnar eftir tegund

Aðfangakeðjan og endurvinnsla skiptir ÁTVR miklu máli. Endurvinnslan hf., ásamt umboðsmönnum hennar, sér um móttöku allra einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald þeirra, undirbýr þær til útflutnings og selur til endurvinnslu.

Skil á drykkjarvöruumbúðum jókst lítillega milli ára, en alls var hlutfallið 88% af seldum umbúðum. Á árinu nam heildarsala drykkjarvöruumbúða 134 milljónum eininga þar af voru 41,8 milljónir seldar í Vínbúðunum. Gera má ráð fyrir að skil á umbúðum frá Vínbúðunum fylgi almennum skilum og því hafi verið skilað til Endurvinnslunnar um 36,7 milljónum eininga eða 88% af þeim 41,8 milljónum sem seldar eru í Vínbúðunum. 

Til samanburðar var endurvinnsluhlutfall áldósa í Brasilíu 98,4% árið 2014 og hefur verið hæst heimi frá 2001 en í Bandaríkjunum var endurvinnsluhlutfall áldósa 66,7% árið 2013.*

*Heimildir: Aluminium International Today og The Aluminum Association​.

Sala eininga í Vínbúðum 2013 2014 2015 Hlutfall skila 2015* Áætluð skil 2015 Breyting 2014/2015
Glerflöskur 8.212.363 8.609.569 9.491.156 83,9% 7.963.080 9,3%
Plast (PET) 333.331 380.612 397.199 89,1% 353.904 4,2%
Áldósir 29.995.441 31.109.559 31.389.913 90,5% 28.407.871 0,9%
Box 459.250 452.938 458.540 Ekki skilagjald 1,2%
Ferna 64.622 Ekki skilagjald 9,6%
Annað 80.551 76.540 20.081 Ekki skilagjald
Alls seldar einingar 39.080.936 40.629.218 41.821.511 36.724.855 2,9%

*Tölur frá Endurvinnslunni

Skil drykkjarumbúða til Endurvinnslunnar 2013 2014 2015
Sala milljónir eininga 116 126 134
Skil milljónir eininga 104 110 116
Skilahlutfall % 90 88 88
Skil eftir tegundum % 2013 2014 2015
Ál 94 89 91
Plast 87 88 89
Gler 86 85 84
G4-LA1
Starfsmannavelta eftir aldri, kyni og starfsstöð
Starfsmannavelta eftir ráðningarformi og starfi Fullt starf Hlutastarf Tímavinna Alls
Dreifingarmiðstöð 20% 0% 82% 38%
Skrifstofa 13% 17% 0% 13%
Starfsfólk í Vínbúð 11% 24% 38% 35%
Stjórnendur í Vínbúð 17% 8% 0% 13%
Alls 16% 16% 40% 30%
Starfsmannavelta eftir kyni og aldri 2015 Karlar Konur <30 30-50 >50 Alls
Dreifingarmiðstöð 41% 25% 63% 27% 0% 38%
Skrifstofa 8% 17% 0% 14% 13% 13%
Starfsfólk í Vínbúðum 32% 36% 37% 40% 22% 35%
Stjórnendur í Vínbúðum 17% 12% 0% 21% 7% 13%
Alls 30% 30% 40% 32% 15% 30%

Starfsmannavelta er reiknuð út frá öllu starfsfólki sem var í starfi á árinu 2015. Starfsmannavelta er reiknuð Hættir starfsmenn/Heildarfjöldi starfsmanna.

G4-LA5
Sérstök átaksverkefni

  • Reykja ekki
  • Eðlilegt kólesteról
  • Eru í kjörþyngd
  • Fituprósenta (BMI) eðlileg
  • Hreyfa sig
  • Eðlilegur blóðþrýstingur
G4-LA6
Tíðni meiðsla, starfstengdra sjúkdóma, fjarverudaga og dauðsfalla sem tengjast starfi eftir starfsstöðvum

Á árinu voru skráð sex slys sem er fækkun frá fyrra ári en þá voru slysin tíu. Tvö slys voru hálkuslys vegna ferða til og frá vinnu en fjögur slys voru á starfsstöðvum. Markmiðið er öruggur og slysalaus vinnustaður.  

ÁTVR ásamt fleiri fyrirtækjum tók þátt í forvarnarverkefninu, Hjólabætum Ísland sem miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna.

Fjarvistir vegna veikinda og veikinda barna jukust á árinu, voru 2,2% í fyrra en eru 2,3% í ár. Mikil veikindi voru vegna inflúensu á fyrri hluta ársins og skýrir það að mestu mismuninn.

Slys Karlar Konur Alls
2013 2 1 3
2014 4 6 10
2015 2 4 6
Fjarvistir vegna veikinda og veikinda barna í hlutfalli við unnar klukkustundir Konur Karlar Heild 2015 Heild 2014 Heild 2013
Vínbúðir 2,2% 2,4% 2,3% 2,3% 2,3%
Dreifingarmiðstöð 4,3% 3,3% 3,5% 3,2% 2,6%
Skrifstofa 2,4% 1,5% 2,0% 1,6% 1,8%
ÁTVR í heild 2,3% 2,4% 2,3% 2,2% 2,2%
G4-LA9
Meðaltími fræðslustunda á starfsmann á ári eftir starfshópum og kyni

ÁTVR fjárfesti í tæplega 5.700 klukkustundum til fræðslu og þjálfunar starfsfólks. Það jafngildir 141 vinnuviku. Fræðslustundir eru 20 á hvert stöðugildi eða rúmir 2 dagar á starfsmann. Á síðasta ári fóru tæplega 4.800 klukkustundir í fræðslu og þjálfun eða 118 vinnuvikur. Ekki eru í þessum tölum tímar yfir fyrirlestra og þátttöku starfsfólks í símenntun hjá Stjórnvísi, Dokkunni, hjá upplýsingatæknifyrirtækjum og háskólasamfélagi. Sama gildir um ýmsa fyrirlestra sem flestir voru haldnir í tengslum við heilsumánuð. 

G4-LA11
Hlutfall starfsmanna sem undirgangast reglulegt frammistöðu- og starfsþróunarmat, m.a. með tilliti til kyns og starfsvettvangs

Öllu starfsfólki var boðið að fara í frammistöðusamtal á árinu. Unnið er eftir matskerfi þar sem bæði starfsmaðurinn sjálfur og yfirmaður meta frammistöðu á fyrirfram skilgreindum þáttum. Markmiðið er að slíkt samtal eigi sér stað einu sinni á ári og að því var svo fylgt eftir með óformlegra samtali sex mánuðum síðar.

G4-HR4
Starfsemi og/eða birgjar sem hafa verið uppvísir að eða eru líklegir til að sniðganga lög um félagafrelsi og sameiginlegar kjaraviðræður og ráðstafanir sem hafa verið gerðar til að tryggja slík réttindi

ÁTVR er einungis með starfsemi á Íslandi og því er ekki talin veruleg hætta á að brotið sé á réttindum starfsmanna varðandi samningsrétt eða þátttöku í stéttarfélögum.

G4-PR1
Gæðaeftirlit áfengis

Vörugæði og neysluöryggi eru meginstoðir í ábyrgri starfsemi ÁTVR. Fjöldi skilaðra eininga á árinu voru 3.984 sem er aukning um 32% á milli ára. Flest vöruskil má rekja til korkskemmda. Af hverjum 100 þúsund seldum einingum var um 10 skilað. Fjöldi innkallana á árinu voru 13. Helstu orsakir voru frávik frá gæðum.

Vottun skynmats hélt áfam á árinu. Þriðji aðili vottar skynmatsferlið og kom reglulega fulltrúi frá BSI á Íslandi, sem er faggild skoðunarstofa, og tók út verklagið. Tilgangurinn með vottun skynmats og úttektum er að tryggja að skjalfestu verklagi sé fylgt og að skuldbinding ÁTVR um að vinna að stöðugum umbótum í skynmatsferlinu sé til staðar.


Vöruskil 2013 2014 2015
Fjöldi skilaðra eininga 4.159 3.017 3.984
Af 100.000 seldum einingum 11 7 10
G4-PR3
Gerð vöru- og þjónustuupplýsinga sem krafist er í verklagsreglum og hlutfall vöru og þjónustu sem fellur undir slíkar upplýsingakröfur

Mikilvægasti vöru- eða þjónustuflokkur er áfengir drykkir. Óáfengir drykkir, gjafapakkningar, tóbak o.fl. eru því ekki í þessum vísi. ÁTVR framkvæmir ekki eigin merkingu á vörum. Ábyrgð fyrirtækisins felst fremur í að kanna hvort þær séu í samræmi við lög og reglur.

Reglugerð um um vöruval, innkaup og dreifingu áfengis nr. 1106/2015 sem kom í stað eldri reglugerðar um sama efni og reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda, liggja til grundvallar mati á vörum og umbúðum. Þetta er gert í tengslum við innkaup á öllum áfengum drykkjum. 

Nei Hlutfall áfengis sem hefur verið athugað 3) Hlíting %
1 Upprunaland innihalds x
2 Alkóhólmagn x
3 Neysluöryggi - lítrar 1) x 25,8% 100%
4 Neysluöryggi - vörunúmer 1) x 45,9% 100%
5 Förgun og umhverfisáhrif og félagsleg áhrif 2) x 92,7% 100%
6 Lífræn vara x 0,70% 100%
7 Sanngjörn framleiðsla x 0,02% 100%

1) Vörur sem fara í gegnum skynmat hjá gæðaeftirliti ÁTVR
2) Hlutfall af skilagjaldsberandi umbúðum seldum hjá ÁTVR
3) Hlutfall eftir seldum lítrum (nema liður 4)

G4-PR5
Ánægja viðskiptavina

Íslenska ánægjuvogin

Þróun ÁTVR í samanburði við öll fyrirtæki sem eru mæld á kvarðanum 0–100. 

  • Öll fyrirtæki
  • ÁTVR



Þjónustukönnun Gallup meðal viðskiptavina Vínbúðarinnar í nóvember 2015
Ánægja með þjónustu Vínbúða og viðmót starfsfólks. Flokkað eftir stærð Vínbúða og afstöðu kynjanna.

Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þjónustu Vínbúðarinnar?
Ánægja með þjónustu flokkað eftir afstöðu karla og kvenna

Ánægður Hlutlaus Óánægður
Heild 86,8 11,2 2,0
Konur 87,9 10,3 1,8
Karlar 85,9 12,0 2,1

Ánægja með þjónustu, flokkað eftir stærð Vínbúða 

2013 2014 2015
Stærri Vínbúðir 4,24 4,26 4,29
Minni Vínbúðir 4,38 4,39 4,46

Mælt á kvarðanum 1-5

Hversu gott eða slæmt finnst þér viðmót starfsfólks Vínbúðarinnar almennt vera?
Viðmót starfsfólks Vínbúðanna flokkað eftir afstöðu karla og kvenna

Mjög og frekar gott Hvorki gott né slæmt Frekar og mjög slæmt
Heild 92,4 7,1 0,5
Konur 92,8 6,7 0,5
Karlar 92,1 7,5 0,4

Viðmið (Principles)
GLOBAL COMPACT