Árs­reikningur
2015



Skýrsla og áritun forstjóra

Afkoma ÁTVR á árinu 2015 var samkvæmt áætlun. Hagnaður ársins nam 1.221 m.kr. Eignir námu 5.943 m.kr., skuldir voru 1.739 m.kr. og eigið fé nam 4.204 m.kr. í árslok 2015. Greiddur var 1.500 m.kr. arður í ríkissjóð.

Áfengi var selt fyrir 24.518 m.kr. með virðisaukaskatti. Sala áfengis í lítrum jókst um 2,01% frá árinu á undan og seldust 19.603 þús. lítrar, þar af var bjórsala 15.280 þús. lítrar.

Sala tóbaks nam 11.817 m.kr. með virðisaukaskatti. ÁTVR innheimtir tóbaksgjald. Gjaldið nam 5.650 m.kr. á árinu 2015 og lækkaði um 68 m.kr. frá árinu 2014. Sala vindlinga í magni dróst saman um 1,86%. Sala vindlinga nam 1.068 þús. kartonum og af vindlum seldust 6.014 þúsund stykki. Selt magn neftóbaks var 36.117 kg.

Á árinu fengu 717 starfsmenn greidd laun hjá ÁTVR. Margir eru í hlutastarfi. Ársverk voru 287 og hefur þeim fjölgað um fimm frá 2014. 

Víða var unnið að endurnýjun og lagfæringum. Þær helstu voru eftirfarandi: Ný Vínbúð var opnuð í Spönginni. Vínbúðirnar á Blönduósi, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Hólmavík voru fluttar í nýtt húsnæði og stækkaðar. Vínbúðin í Borgarnesi var stækkuð og endurnýjuð frá grunni. Ný afgreiðsluborð voru sett upp á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Eiðistorgi. Lóðirnar við Vínbúðina á Akureyri og á Stuðlahálsi voru teknar í gegn, lagnir endurnýjaðar, skipt um jarðveg, lýsing endurbætt og malbikað. Á Siglufirði var ný klæðning sett á húsnæði Vínbúðarinnar.

Viðskiptavinir ÁTVR eru ánægðir með þjónustuna en ÁTVR hefur nú í þriðja skipti í röð verið með hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni.

Lög um gjald af áfengi og tóbaki voru óbreytt á árinu.

Forstjóri ÁTVR staðfestir ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2015 með undirritun sinni.

Reykjavík, 29. mars 2016

undirskrift ivar

Ívar J. Arndal, forstjóri



Áritun endurskoðanda

Til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins fyrir árið 2015. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu og áritun forstjóra, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Ábyrgð forstjóra á ársreikningnum
Forstjóri er ábyrgur fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Samkvæmt því ber honum að skipuleggja og innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka. Ábyrgð forstjóra nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og mati miðað við aðstæður.

Ábyrgð endurskoðenda
Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju og ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Samkvæmt því ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka.

Endurskoðunin felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og öðrum upplýsingum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggist á faglegu mati endurskoðandans, þar með talið þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits sem varðar gerð og glögga framsetningu ársreiknings, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðunin felur einnig í sér mat á reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins, sem og mat á framsetningu hans í heild.

Við teljum að við endurskoðunina hafi verið aflað nægjanlegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Álit
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu fyrirtækisins á árinu 2015, efnahag þess 31. desember 2015 og breytingu á handbæru fé á árinu 2015, í samræmi við lög um ársreikninga.

Ríkisendurskoðun, 29. mars 2016

undirskrift sveinn


Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi

undirskrift oskar


Óskar Sverrisson, endurskoðandi



Rekstrarreikningur árið 2015

Skýringar 2015 2014
Rekstrartekjur
Sala áfengis 19.772.887 19.066.819
Sala tóbaks 9.529.577 9.509.880
Sala umbúða o.fl. 92.997 68.677
29.395.461 28.645.376
Rekstrargjöld
Vörunotkun 10 25.026.888 24.379.404
Laun og launatengd gjöld 11-13 1.892.613 1.746.693
Húsnæðiskostnaður 551.307 482.241
Sölu- og dreifingarkostnaður 213.473 221.791
Stjórnunar- og skrifstofukostnaður 264.292 267.006
Annar rekstrarkostnaður 37.699 48.970
Afskriftir 15 177.536 204.749
28.163.808 27.350.854
Rekstrarhagnaður 1.231.653 1.294.522
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 14 ( 10.736 ) ( 6.921 )
Hagnaður ársins 1.220.917 1.287.601

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


Efnahagsreikningur 31. desember 2015

Skýringar 2015 2014
Eignir
Rekstrarfjármunir 4, 15 1.219.800 1.230.833
Eignarhlutir í öðrum félögum 5, 16 7.500 7.500
Fastafjármunir samtals 1.227.300 1.238.333
Birgðir 6, 17 1.608.361 1.389.590
Viðskiptakröfur 7, 18 1.565.459 1.443.790
Handbært fé 8 1.541.907 2.080.204
Veltufjármunir samtals 4.715.727 4.913.584
Eignir samtals 5.943.027 6.151.917
Eigið fé og skuldir
Eigið fé
Óráðstafað eigið fé 19 4.203.980 4.483.063
Eigið fé samtals 4.203.980 4.483.063

Skammtímaskuldir
Lánardrottnar 9 1.246.006 1.147.182
Aðrar skammtímaskuldir 493.041 521.672
Skammtímaskuldir samtals 1.739.047 1.668.854
Eigið fé og skuldir samtals 5.943.027 6.151.917
Skuldbindingar 20

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


Sjóðstreymi árið 2015

Skýringar 2015 2014
Rekstrarhreyfingar
Hagnaður ársins 1.220.917 1.287.601
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi:
Afskriftir 15 177.536 204.749
Söluhagnaður af fastafjármunum ( 22.045 ) ( 1.173 )
Veltufé frá rekstri 1.376.408 1.491.176
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:
Birgðir, (hækkun) ( 218.771 ) ( 202.025 )
Skammtímakröfur, (hækkun) ( 121.669 ) ( 82.753 )
Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun 70.195 ( 351.691 )
( 270.245 ) ( 636.469 )
Handbært fé frá rekstri 1.106.163 854.707
Fjárfestingarhreyfingar
Innréttingar og annar búnaður 15 ( 141.124 ) ( 217.048 )
Fasteignir 15 0 ( 52.157 )
Bifreiðar 15 ( 34.990 ) ( 40.745 )
Söluverð rekstrarfjármuna 31.654 1.436
Fjárfestingarhreyfingar ( 144.460 ) ( 308.514 )
Fjármögnunarhreyfingar
Arður til ríkissjóðs 19 ( 1.500.000 ) ( 1.400.000 )
Fjármögnunarhreyfingar ( 1.500.000 ) ( 1.400.000 )
(Lækkun) á handbæru fé ( 538.297 ) ( 853.806 )
Handbært fé í ársbyrjun 2.080.204 2.934.010
Handbært fé í lok ársins 1.541.907 2.080.204

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


Skýringar

Reikningsskilaaðferðir

Grundvöllur reikningsskila

  1. Ársreikningur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er gerður í samræmi við lög nr. 3/2006 um ársreikninga og reglugerð nr. 696/1996 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga.

    Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum.

    Skattar
  2. Ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki greiða almennt ekki tekjuskatta.

    Erlendir gjaldmiðlar og innlendar vísitölur
  3. Eignir í erlendum gjaldmiðlum eru umreiknaðar í íslenskar krónur á kaupgengi í árslok en skuldir eru umreiknaðar á sölugengi. Viðskipti í erlendum gjaldeyri á árinu eru umreiknuð í íslenskar krónur á viðskiptadegi. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning.

    Peningalegar eignir og skuldir sem bundnar eru verðtryggingu eru færðar miðað við vísitölur sem tóku gildi 1. janúar 2016. Breytingar sem myndast eru færðar í rekstrarrei
    kning.

    Rekstrarfjármunir
  4. Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði. Frá kostnaðarverði eru dregnar reiknaðar afskriftir.

    Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum kostnaði við að koma eignunum á viðeigandi stað og í nothæft ástand.

    Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við áætlaðan endingartíma og eignarhaldstíma.

    Eignarhlutar í öðrum félögum
  5. Eignarhlutar í félögum eru færðir á nafnverði.

    Birgðir
  6. Birgðir samanstanda af endursöluvörum og rekstrarvörum. Birgðirnar eru metnar á síðasta innkaupsverði að teknu tilliti til gallaðra og úreltra vara.

    Viðskiptakröfur
  7. Greiðslukortakröfur eru færðar meðal viðskiptakrafna. Viðskiptakröfur eru færðar á kostnaðarverði.

    Handbært fé
  8. Handbært fé samanstendur af sjóði og bankainnstæðum.

    Viðskiptaskuldir
  9. Viðskiptaskuldir eru færðar á kostnaðarverði.

    Vörunotkun
  10. Tóbaksgjald er innheimt við sölu tóbaks og er því skilað mánaðarlega til Tollstjóra. Tóbaksgjaldið er skilgreint sem hluti af kostnaðarverði seldra vara í bókhaldi ÁTVR. Alls námu greiðslur tóbaksgjalda 5.650 m.kr. á árinu 2015 en voru 5.719 m.kr. á árinu 2014.

Sundurliðun vörunotkunar

2015 2014
Vörunotkun, áfengi 16.946.104 16.324.950
Vörunotkun, tóbak 8.060.805 8.027.218
Vörunotkun, umbúðir 19.979 27.236
25.026.888 24.379.404

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Starfsmannamál

  1. Laun og launatengd gjöld sundurliðast þannig:

2015 2014
Dagvinnulaun 980.491 934.217
Yfirvinna 548.301 474.661
Launatengd gjöld 353.759 324.877
Viðbótarframlag til lífeyrissjóðs 7.572 9.832
Áfallið reiknað orlof, breyting 2.490 3.106
1.892.613 1.746.693

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


  1. Launagjöld hækka um 8,4% milli ára. Reiknuð ársverk á árinu 2015 voru 287 en ársverk reiknuð með sama hætti árið 2014 voru 282 sem er hækkun um 5 ársverk eða 1,8%.

    Laun og launatengd gjöld vegna forstjóra námu 17,8 m.kr. en voru 16,5 m.kr. árið á undan. Á árinu hækkuðu launin afturvirkt til 1. mars 2015 skv. úrskurði Kjararáðs í nóvember 2015.

    Áunnið orlof starfsmanna til desemberloka er reiknað og fært í ársreikninginn. Það nam 98,5 m.kr. í árslok 2015 en til samanburðar var það 96,0 m.kr. árið áður.  

  2. Skuldbindingar ÁTVR vegna eftirlauna núverandi og fyrrverandi starfsmanna voru gerðar upp á árinu 1999. Skuldbindingar sem falla til árlega eru gerðar upp við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins jafnóðum. Samkvæmt uppgjöri LSR námu lífeyrisskuldbindingar í árslok 2015 14,9 m.kr.

    Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
  3. Sundurliðun fjármunatekna og (fjármagnsgjalda)

2015 2014
Vaxtatekjur 112.368 113.030
Arðstekjur 750 0
Þóknanir vegna debet- og kreditkorta ( 100.154 ) ( 96.292 )
Fjármagnstekjuskattur ( 22.381 ) ( 22.530 )
Vaxtagjöld ( 1.319 ) ( 1.129 )
( 10.736 ) ( 6.921 )

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


Rekstrarfjármunir

  1. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig:

Bifreiðar Fasteignir Innréttingar og annar búnaður Samtals
Stofnverð 1.1.2015 240.134 1.257.849 1.081.492 2.579.474
Viðbót á árinu 34.990 0 141.124 176.114
Selt og niðurlagt á árinu ( 32.580 ) ( 17.706 ) ( 149.699 ) ( 199.985 )
Stofnverð 31.12.2015 242.544 1.240.143 1.072.916 2.555.603
Afskrifað 1.1.2015 115.315 695.156 538.171 1.348.643
Afskrifað á árinu 31.135 23.302 106.765 161.203
Selt og niðurlagt á árinu ( 26.552 ) ( 12.896 ) ( 134.595 ) ( 174.042 )
Afskrifað 31.12.2015 119.898 705.563 510.342 1.335.803
Bókfært verð 31.12.2015 122.646 534.580 562.574 1.219.800
Afskriftarhlutföll 12-15% 2-4% 12-20%

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Gjaldfærð afskrift á rekstrarreikningi nemur 177.536 þús. kr. sem er samtala afskrifta ársins 161.203 þús. kr. og afskrifta vegna niðurlagðra eigna, 16.333 þús. kr.

Fasteignamat og vátryggingamat eigna félagsins í árslok greinist þannig:

Fasteignamat Brunabótamat Bókfært verð
Fasteignir og lóðir 2.093.200 3.165.340 534.580

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eignarhlutar í félögum

  1. Hlutabréf í Endurvinnslunni hf. eru færð á nafnverði 7.500 þús. kr. Á árinu 2015 greiddi félagið 750 þús. kr. í arð til ÁTVR.

    Birgðir
  2. Birgðir um áramót skiptast í áfengi, tóbak, umbúðir og rekstrarvörur:

2015 2014
Áfengi 1.431.485 1.186.441
Tóbak 143.752 160.348
Umbúðir 15.447 12.966
Rekstrarvörubirgðir 17.677 29.835
1.608.361 1.389.590

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Viðskiptakröfur

  1. Viðskiptakröfur sundurliðast þannig:

2015 2014
Kröfur vegna greiðslukorta 1.426.950 1.357.733
Viðskiptakröfur 138.509 86.057
1.565.549 1.443.790

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigið fé

  1. Yfirlit eiginfjárreikninga

Óráðstaðað eigið fé
Eigið fé 1.1. 4.483.063
Hagnaður skv. rekstrarreikningi 1.220.917
Arður til ríkissjóðs ( 1.500.000 )
Eigið fé 31.12 4.203.980

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Önnur mál

  1. Í tengslum við starfsemi ÁTVR voru 38 húsaleigusamningar í gildi í árslok 2015.

    Kennitölur
  2. Fimm ára yfirlit í milljónum króna

2015 2014 2013 2012 2011
Rekstur:
Rekstrartekjur 29.395 28.645 27.401 26.605 25.487
Rekstrargjöld (27.985) (27.146) (25.932) (25.100) (24.113)
Rekstrarhagn. f. afskr. 1.410 1.499 1.469 1.505 1.374
Afskriftir (178) (205) (184) (175) (156)
Rekstrarhagnaður 1.232 1.295 1.285 1.330 1.218
Hreinar fjárm.tekjur -11 -7 18 10 9
Hagnaður ársins 1.221 1.288 1.304 1.340 1.227
Efnahagur:
Fastafjármunir 1.227 1.238 1.133 1.104 1.063
Veltufjármunir 4.716 4.914 5.483 5.477 5.109
Eignir alls 5.943 6.152 6.616 6.581 6.172
Eigið fé 4.204 4.483 4.595 4.491 4.201
Skammtímaskuldir 1.739 1.669 2.021 2.090 1.971
Eigið fé og skuldir alls 5.943 6.152 6.616 6.581 6.172

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Helstu kennitölur um afkomu og fjárhagsstöðu fyrirtækisins á síðustu fimm árum:

2015 2014 2013 2012 2011
Rek.hagn.f.afskr./EBITDA 4,8% 5,2% 5,4% 5,7% 5,4%
Veltufjárhlutfall 2,71 2,94 2,71 2,62 2,59
Eiginfjárhlutfall 70,7% 72,9% 69,5% 68,2% 68,1%
Arðsemi eigin fjár 27,2% 28,0% 29,0% 31,9% 30,9%